Fóðrun lagna
Viðhald og endurnýjun
Stíflutækni býður upp á alhliða þjónustu þegar kemur að viðgerðum og endurnýjun á frárennslislögnum. Hvort sem um er að ræða litlar lagfæringar, endurnýjun á eldri lögnum eða fóðrun á lögnum sem hafa orðið fyrir skemmdum, þá höfum við lausnina. Við leggjum metnað í að veita faglega þjónustu sem tryggir langvarandi og áreiðanlegan árangur fyrir okkar viðskiptavini.
Með sterku og traustu samstarfi við jarðvegsverktaka bjóðum við heildarlausnir í endurnýjun og uppfærslu frárennslislagna.
Sérsniðnar lausnir
Hvort sem þarf að grafa upp og skipta um gömul rör eða nýta nýjustu tækni við fóðrun þeirra, þá vinnum við með það að leiðarljósi að lágmarka rask og hámarka gæði.
Markmið okkar er að gera viðhald og endurnýjun frárennslislagna einfalt og áhyggjulaust ferli fyrir viðskiptavini okkar. Við bjóðum upp á sérsniðnar lausnir og búum yfir bæði reynslu og tækjabúnaði til að takast á við verkefni af öllum stærðum og gerðum.