Dælubíll – Fitu og rotþróatæming

Dælubíll – Fitu og rotþróatæming

Sandgildrur, fitugildrur og rotþrær

Stíflutækni sérhæfir sig í tæmingu sandgildra, fitugildra og rotþróa með sérútbúnum dælubílum og sérhæfðum búnaði sem henta öllum aðstæðum. Sandgildrur ætti að tæma árlega til að koma í veg fyrir að sandur safnist upp og valdi stíflum í fráveitulögnum. Fitugildrur þurfa reglulegt viðhald, þar sem fita getur safnast fyrir og lokað lögnum ef hún er ekki fjarlægð í tíma.

Þjónustusamningar

Við erum með sérhannaðan dælubúnað sem gerir okkur kleift að þjónusta gildrur í þröngum aðstæðum, eins og í bílakjöllurum, þar sem hefðbundinn búnaður kemst ekki að. Stíflutækni leggur áherslu á faglega og áreiðanlega þjónustu og býður reglubundna þjónustusamninga fyrir fyrirtæki, húsfélög, sveitarfélög og stofnanir. Með slíkum samningum tryggjum við reglulegt viðhald sem dregur úr óvæntum kostnaði og eykur öryggi og virkni fráveitukerfa.

Þegar þú velur Stíflutækni færð þú trausta og faglega þjónustu sem tryggir hreint og skilvirkt fráveitukerfi til lengri tíma.

Hafa samband

Viltu frekar fá tilboðsbeiðni? Ýttu hérna.
Scroll to Top