Lagnamyndun – Ástandsskoðun
Röramyndavélar
Til að finna uppruna vandamála í frárennslislögnum þarf oft að mynda skemmdu eða stífluðu lagnirnar. Stíflutækni er með röramyndavélar í mismunandi stærðum og gerðum, sem henta bæði fyrir heimahús og stærri verkefni.
Í heimahúsum er myndun lagnanna framkvæmd í gegnum niðurföll, salerni eða brunna, þar sem litlu röramyndavélarnar okkar komast auðveldlega að. Fyrir önnur verkefni, eins og stofnlagnir eða götulagnir, notum við stærri myndavélar sem henta lögnum með sverleika frá 150 mm upp í 1000 mm. Slík þjónusta er hentar vel fyrir sveitarfélög, veitustofnanir og verktaka sem vinna að nýlögnum eða viðhaldi eldri kerfa.
Staðsetningabúnaður
Allar myndavélarnar okkar eru með staðsetningabúnaði sem gerir okkur kleift að finna nákvæma staðsetningu vandans. Við bjóðum einnig upp á ástandsskýrslu og myndbandsupptöku af lögnum að verkefni loknu, sem veitir skýra innsýn í ástand lagnanna.
Með Stíflutækni færð þú áreiðanlega og nákvæma greiningu á lögnum, hvort sem það er fyrir lítil heimili eða stærri verkefni.