Stíflulosun og lagnahreinsun

Stíflulosun og lagnahreinsun

Skilvirk losun

Stíflutækni sérhæfir sig í faglegri stíflulosun og lagnahreinsun með sérhæfðum tækjabúnaði. Við erum með fullkomna dælubíla sem henta fyrir stærri verkefni og sogkerrur sem eru sérstaklega hannaðar fyrir minni stíflur. Þjónustan okkar nær yfir stíflulosun í frárennslislögnum, þakrennum, brunnum og drenlögnum.

Dælubílarnir okkar eru búnir öflugum sogdælum og háþrýstibúnaði sem tryggja skilvirka losun á hvers kyns stíflum. Þegar kemur að lagnahreinsun notum við háþrýstibúnað til að hreinsa lagnirnar að innan og flytjum síðan úrganginn í dælubíl eða sogkerru.

Fræsing

Eftir hreinsun gefst kostur á að skoða ástand lagnakerfisins, sem hjálpar til við að meta frekari viðhaldsþörf eða koma í veg fyrir .vandamál síðar.

Auk þess bjóðum við upp á sérhæfða fræsingarþjónustu til að fjarlægja trjárætur sem hafa fest sig í brunnum eða lögnum, sem oft er nauðsynlegt til að tryggja rétta virkni.

Með Stíflutækni færð þú skilvirka, trausta og faglega þjónustu fyrir öll þín stíflu- og lagnavandamál.

Hafa samband

Viltu frekar fá tilboð? Ýttu hérna.
Scroll to Top